Greiningaraðilar segja nú að eftir að forstjóri Shell, Ben Van Beurden, lagði allt undir í yfirtöku félagsins á BG Group á sama tima og olíuverð hríðlækkaði, þá sé félagið í kjörstöðu til að nýta sér væntanlegar verðhækkarnir á olíumörkuðum.

Yfirtakan var að verðmætli 53 milljarða Bandaríkjadala, eða 6.800 milljarða króna. Greiningaraðilar sem töluðu við fréttastofu Bloomberg segja líklegt að hlutir í Royal Dutch Shell muni hækka um 12,2% á næstu 12 mánuðum. Um 65% greiningaraðila mæla með kaupum í hlutabréfum í félaginu.

Olíuverð hefur nú hækkað um 40% frá lágpunkti hennar í janúar eftir miklar verðlækkanir á mánuðunum fyrir það.