Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir á eignir upp á 45 milljónir dala, jafnvirði rúmra 5,2 milljarða íslenskra króna, samkvæmt útreikningum netsíðunnar Celebrity Worth . Þetta er fimm milljónum meira en síðan metur Kim Kardashian úr samnefndri fjölskyldu. TIl samanburðar eru eignir Bono, söngvara U2, metnar á 600 milljónir dala eða jafnvirði 70 milljarða íslenskra króna.

Fram kom í Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins, í október í fyrrahaust, að í bókinni Ríkir Íslendingar sem kom út árið 2001 hafi eignir Bjarkar verið metnað á fimm milljarða króna. Uppreiknað miðað við vísitölu neysluverðs nemur það 9,8 milljörðum króna í dag.

Björk lauk Biophilia-tónleikaferð sinni í september í fyrra. Hún hafði þá staðið yfir í þrjú ár.