Lands­réttur stað­festi fyrir helgi dóm Héraðs­dóms Reykja­víkur um að fella að fullu niður 500 milljón króna stjórn­valds­sekt Sam­keppnis­eftir­litsins á Símann eftir ára­langa deilu fjar­skipta­fyrir­tækisins og eftir­litsins um enska boltann.

Sam­keppnis­eftir­litið fór fyrst að skoða sýningarrétt á  ensku úr­vals­deildina þegar Skjár einn var með þann rétt tíma­bundið 2004 til 2007 en fram að því hafði eftir­litið ekki gert at­huga­semdir við sýningar­réttinn. Skjár Einn, þá dóttur­fé­lag Símans, var með sýningar­réttinn og voru gerðar sáttir við Sam­keppnis­eftir­litið.

Þegar Síminn eignast sýningar­réttinn árið 2018 er aftur farið að reyna setja sér­stakar reglur um enska boltann en deilur Sam­keppnis­eftir­litsins og Símans í kjöl­farið eru í raun tví­þættar.

Sam­keppnis­eftir­litið lagði 500 milljón króna sekt á Símann árið 2020 þar sem eftir­litið taldi Símann hafa brotið á á­kvæðum tveggja sátta frá árinu 2015 sem Síminn og eftir­litið gerðu sín á milli m. a. um eignar­hald á Mílu, sam­tvinnun á fjar­skipta­þjónustu og þjónustu skjásins, svo dæmi séu tekin.

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi stjórnvaldssektina úr gildi að öllu leyti en Samkeppniseftirlitið ákvað að áfrýja til Landsréttar sem staðfestir dóm héraðsdóms.

Hinn angi málsins er bráða­birgða­á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins í fyrra um að Síminn hafi „senni­lega“ brotið lög með því að endur­nýja ekki endur­sölu­samning á enska boltanum til Nova. Síminn reyndi að fá þeirri á­kvörðun hnekkt en bráða­birgða­á­kvarðanir eru ekki kæran­legar og þarf að bíða eftir loka­á­kvörðun. SKE á­kvað í janúar að taka ekki loka­á­kvörðun í málinu sem hefur skapað réttar­ó­vissu um endur­söluna en nánar er vikið að þeim anga málsins í hliðar­efni hér í greininni.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði