Börn stunda mikla áhættuhegðun á netinu samkvæmt breskri könnun. Þar deila þau til dæmis persónulegum upplýsingum og spila tölvuleiki ætlaða miklu eldri börnum og jafnvel fullorðnum.

Af 1162 börnum, sem voru spurð í könnuninni, sögðust 18% hafa mælt sér mót við vini sem þau eignuðust á netinu.

Í annarri könnun kom fram að um 55% af ungu fólki í Englandi sætta sig við neteinelti og líta á það sem eðlilegan hlut af lífinu.

Mörg börn vita miklu meira um internetið en foreldrar þeirra, að sögn Tim Wilson, öryggis- og fræðslufulltrúa um netöryggi. Wilson hafði umsjón með könnuninni og segir að ungt fólk og börn fái of mikið frelsi á netinu til að gera það sem það vill. Þetta frelsi stafi ekki endilega af vanrækslu foreldra heldur þeirri staðreynd að foreldrarnir kunni ekki á samskiptamiðlana sem börnin nota.

BBC fjallar nánar um netöryggi barna hér .