Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD, sem tók í fyrra fram úr Tesla sem stærsti rafbílaframleiðandi heims, hyggst nú hasla sér völl á lúxusbílamarkaði.

Lúxusbílalínan mun þó vera seld undir nýju vörumerki, Yangwang.

BYD eru stórhuga og ráðgerir að meðal bíla sem verði framleiddir undir nýja vörumerkinu verði ofurbíll sem líkt er við Lamborghini með 150 þúsund dala verðmiða, eða sem nemur um 26 milljónum króna.

Auk þess verður jeppi sem sagður er geta snúið sér í 360 gráður á staðnum og flotið á vatni hluti af nýju vörulínunni.