Bloomberg greinir frá því um helgina að Seðlabanki Íslands hafi lítið gert til að auka lausafé innan íslenska fjármálakerfisins, þrátt fyrir þá staðreynd að seðlabankar beggja vegna Atlantsála hafi pumpað fé inn í sín hagkerfi til að styðja við fjármálakerfið.

„Allir bíða eftir því að Seðlabankinn geri eitthvað,“ segir Beat Siegenthaler hjá TD Securities í samtali við Bloomberg. Siegenthaler hefur verið einn af hinum stórtækari aðilum í vaxtamunarviðskiptum með krónuna. „Þeir eru eini seðlabankinn í heiminum sem hefur ekki stigið fram á einhvern hátt til að styðja fjármálakerfið. Tilfinningin núna er sú að þeir séu hvergi, hreinlega ekki til staðar,“ segir Siegenthaler.

Gengisfall krónunnar mun líklega orsaka um það bil 20% verðbólgu, segir Siegenthaler í samtali við Bloomberg. „Margir miðlarar segja að þeir hafi aldrei séð viðlíka gengisfall nokkurs gjaldmiðils á svo stuttum tíma með jafnaðgerðalítinn seðlabanka á hliðarlínunni.“