Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi forstjóri Varnarmálastofnunar, er framkvæmdastjóri ECA Reykjanes ehf.

Um er að ræða nýstofnað félag í eigu Melvilles Peters Ten Cate, Hollendings sem hefur haft uppi áform um að byggja upp aðstöðu á Keflavíkurflugvelli til að þjálfa hermenn. Stofnfundur félagsins var 23. febrúar síðastliðinn að Stapavöllum 31 í Reykjanesbæ sem er jafnframt heimilisfang félagsins. Þau Ellisif og fyrrnefndur Ten Cate sóttu fundinn. Ellisif er framkvæmdastjóri og varamaður í stjórn en Melville Peter Ten Cate stjórnarmaður og eigandi 100% hlutafjár félagsins.

Ten Cate hefur áður stofnað eitt einkahlutafélag hér á landi en það var félagið ECA Program Iceland ehf. sem stofnað var í október 2009.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.