*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Fólk 21. mars 2013 09:15

Ellisif er framkvæmdastjóri ECA

Forstöðumaður hollensks hernaðarfyrirtækis hefur fengið til liðs við sig fyrrverandi forstjóra Varnarmálastofnunar.

Guðni Rúnar Gíslason

Ellisif Tinna Víðisdóttir, fyrrverandi forstjóri Varnarmálastofnunar, er framkvæmdastjóri ECA Reykjanes ehf.

Um er að ræða nýstofnað félag í eigu Melvilles Peters Ten Cate, Hollendings sem hefur haft uppi áform um að byggja upp aðstöðu á Keflavíkurflugvelli til að þjálfa hermenn. Stofnfundur félagsins var 23. febrúar síðastliðinn að Stapavöllum 31 í Reykjanesbæ sem er jafnframt heimilisfang félagsins. Þau Ellisif og fyrrnefndur Ten Cate sóttu fundinn. Ellisif er framkvæmdastjóri og varamaður í stjórn en Melville Peter Ten Cate stjórnarmaður og eigandi 100% hlutafjár félagsins.

Ten Cate hefur áður stofnað eitt einkahlutafélag hér á landi en það var félagið ECA Program Iceland ehf. sem stofnað var í október 2009.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.