Erlendir ferðamenn voru nánast jafn margir hér í fyrra og árið á undan. Á sama tíma rétti ferðaþjónusta úr kútnum á meginlandi Evrópu þegar ferðamönnum fjölgaði um 3,2%.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýbirtum Hagtölum Hagstofunnar um ferðaþjónustuna.

Í ritinu kemur fram að gosið í Eyjafjallajökli í fyrra hafi haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu til skamms tíma á sama tíma og það vakti athygli á landi og þjóð.

Vísbendingar eru um að ferðamönnum hafi fjölga um 14% á þessu ári samanborið við 5% til 6% á meginlandi Evrópu, samkvæmt spá Alþjóðaferðamálastofnunarinnar.

Í spánni er gert ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði 540 þúsund talsins á árinu. Að viðbættum þeim ferðamönnum sem koma með skemmtiferðaskipum er búist við að erlendir ferðamenn verði um tvöfalt fleiri en landsmenn, í kringum 650 þúsund.

Hagstofan

© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)