*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 18. janúar 2017 11:48

ESÍ fékk þrjá milljarða frá Askar Capital

Eignarsafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) fékk tæpa þrjá milljarða króna upp í kröfur sínar vegna gjaldþrots Askar Capital hf.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Eignarsafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) fékk tæpa þrjá milljarða króna upp í kröfur sínar vegna gjaldþrots Askar Capital hf. Frá þessu er greint í frétt Vísis.

ESÍ var langstærsti kröfuhafi félagsins, en eins og Viðskiptablaðið hefur áður gert að umfjöllunarefni sínu fengust rétt rúmir þrír milljarðar upp í bú Askar Capital af 7,4 milljörðum, eða 41 prósent.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 25. september 2015 og skiptum þess lauk 30. desember. Tryggvi Þór Herbertsson var forstjóri bankans í eitt ár.