Forsvarsmenn Eyris Invest stefna á að selja hluti félagsins í Stork TS og Fokker Technologies á næstu 2-4 árum. Þetta kemur fram í bréfi þeirra Árna Odds Þórðarsonar og Þórðar Magnússonar til hluthafa í ársskýrslu Eyris.

Félögin fóru í gegnum endurskipulagningu á síðasta ári þar sem þeim var skipt í tvö sjálfstæð félög með aðskilda langtíma fjármögnun. Eyrir Invest á 17% hlut í félögunum tveimur í gegnum eignarhaldsfélagið London Acquisition Luxco S.à r.l. Á síðasta ári lagði Eyrir fram 23 milljónir evra í hlutafjáraukningu félagsins vegna endurskipulagningarinnar til að halda 17% hlutdeild Eyris í félögunum.

Gangvirði þessara eigna er um 162 milljónir evra samkvæmt ársreikningi Eyris en það samsvarar um 25 milljörðum íslenskra króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.