Fangelsisdómur yfir Jeffrey Skilling, fyrrverandi forstjóra Enron hefur verið styttur um 10 ár, úr 24 árum í 14 ár. Gegn vægari refsingu hefur Skilling samþykkt að hætta að áfrýja dóminum gegn sér. Fjallað er um málið á vef BBC.

Enron hneykslið skók Bandaríkin þegar fyrirtækið riðaði til falls árið 2001. Samningur Skilling við saksóknara gerir það einnig að verkum að 40 milljónir dollara sem hafa verið teknir af hans persónulegu bankareikningum fari til fórnarlamba Enron svindlsins. Skilling mun losna úr fangelsi í desember 2020. Skilling var forstjóri Enron í sex mánuði og hætti hjá fyrirtækinu fjórum mánuðum áður en það fór í gjaldþrot.