Á sama tíma og hluthafarnir í danska bankanum Trelleborg hafa tapað miklu fé geta stjórnendur bankas glaðst yfir því að fá bæði bónusgreiðslu og launahækkun vegna ársins í fyrra þegar bankinn stefndi hraðbyri í þrot.

Eins og fram hefur komið gat Trelleborg ekki staðið við fjárhagsskuldbindingar sínar sem varð til þess að Sydbank yfirtók starfsemi Trelleborg en talað var um að Trelleborg hefði í raun verið fyrsti – og til þessa eini – bankinn á Norðurlöndunum til þess að verað fórnarlamb lausafjárkreppunar.

En laun heimsins eru misjöfn og þannig fékk forstjóri Trelleborg um 13 milljóna íslenska króna bónusgreiðslu vegna ársins 2007 að því er kemur fram á vef Berlingske Tidende og þá voru laun stjórnarmanna hækkuð um 30%.