*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 16. febrúar 2018 12:01

Fiskeldi verði ný útflutningsstoð

Íslendingar eru varaðir við því að gefa fiskeldi algjörlega lausan tauminn líkt og gerðist í Chile.

Ritstjórn
Dag Sletmo og Anne Hvistendahl hjá sjávarútvegssviði DNB.
Haraldur Guðjónsson

Anne Hvistendahl, framkvæmdastjóri sjávarútvegssviðs DNB, stærsta banka Noregs og stærsta sjávarútvegsbanka heims, segir að fiskeldi geti orðið ný stoð undir íslenskan útflutning.

Margir samverkandi þættir séu Íslandi hagstæðir. Norsku fyrirtækin sem keypt hafi hluti í laxeldisstöðvunum geti miðlaðþekkingu sinni af fiskeldi til Íslendinga. Hér sé að finna ódýra orku og gott aðgengi að hafsvæðum, og þá hafi Íslendingar mikla reynslu af því að selja fisk. Hins vegar hafi það alls staðar átt við að stjórnmálamenn hafi efasemdir um fiskeldi í upphafi. „Það hefur átt við í Bretlandi, Kanada og Chile. En það hefur aðeins breyst eftir að olíuverð féll, þá fóru stjórnvöld á Bretlandi og í Kanada að horfa aðeins öðrum öðrum augum á fiskeldi,“ segir Anne.

Ísland lendi ekki í sama vanda og Chile 

Dag Sletmo, greinandi hjá DNB, varar Íslendinga við því að falla ekki í sömu gryfju og Chile þar sem mörg laxeldisfyrirtæki fengu lausan tauminn. Þar jókst laxeldi hratt í upphafi 21. aldar en hrundi svo fyrir um áratug vegna sjúkdóma í laxinum. Framleiðsla laxeldisfyrirtækja í Chile lækkaði úr 400 þúsund tonnum á árið 2005 í 100 þúsund tonn árið 2010.

„Það er mikilvægt að eldinu sé vel sinnt og að fyrirtækin starfi saman því þau eru öll í sama hafinu. Geri eitt fyrirtæki eitthvað af sér hefur það áhrif á alla aðra. Svo er mikilvægt að ríkisvaldið komi á hagkvæmu regluverki. Ekki í þeim skilningi að fyrirtæki hafi leyfi til að gera hvað sem er, eins og gerðist í Chile, heldur regluverk sem gengur upp fjárhagslega en tryggir líka að fiskeldið sé sjálfbært, hvað varðar lús og sjúkdóma,“ segir Dag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is