Brasilíski flugvélaframleiðandinn Embraer hefur greint frá nýrri verksmiðju sem mun rísa nær Sao Paolo sem mun hafa það verkefni að framleiða fljúgandi leigubíla. Samkvæmt áætlun munu fyrstu leigubílarnir taka á loft árið 2026.

Flugleigubíllinn verður byggður af dótturfyrirtæki Embraer, Eve, mun líkjast þyrlu í útliti og mun hafa pláss fyrir sex farþega.

Gert er ráð fyrir að ein ferð muni kosta rúmlega 50-100 Bandaríkjadali á mann en Eve segist nú þegar hafa fengið pantanir fyrir 3.000 flugleigubíla.

Bíllinn mun ekki þurfa flugbraut til að taka sig á loft en mun hins vegar geta ferðast langar leiðir. Rafvélin sem verður í bílnum mun einnig draga úr hávaða og mengun í samanburði við venjulegar flugvélar.

Vonin er sú að flugleigubílar geti dregið úr umferðateppum í stórborgum án þess að vera of kostnaðarsamir fyrir almenning. Framleiðendur binda einnig vonir um að nýta þá í vöruflutninga.

Áætlað er að fyrstu flugferðirnar verði stýrðar af flugmanni en eftir því sem tæknin þróast verði þeim svo skipt út fyrir sjálfstýrandi flugbílum.