Samtök iðnaðarins gera ráð fyrir því að störfum í byggingariðnaði komi til með að fjölga mikið á næstu árum. Að mati sérfræðings hjá Vinnumálastofnun verður að öllum líkindum að manna þessar stöður með innflutningi á vinnuafli. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins . Þar er rætt við Árna Jóhannsson, sviðsstjóra mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, en Árni segir að áætlað sé að um 11.800 manns starfi nú í byggingariðnaði eða um 6,2% af vinnuaflinu.

Með hliðsjón af síðustu uppsveiflu og eftirspurn telur Árni raunhæft að 2.000 til 3.000 störf skapist í byggingariðnaði á næstu árum. Að mati Karls Sigurðssonar, sérfræðings hjá Vinnumálastofnun, þýðir þetta að öllu óbreyttu þurfi að flytja inn vinnuafl til að manna eftirspurn. „Það verður aukin eftirspurn fólki í byggingariðnaði, iðnaðarmönnum og almennu verkafólki. Það eru mjög fáir atvinnulausir í þessum greinum [...] með stórum hluta verður þetta leyst með innflutningi vinnuafls,“ er haft eftir Karli í fréttinni.