Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú taka á móti dr. Dalia Grybauskaitė forseta Litháens í dag fimmtudaginn 25. ágúst kl. 15:00 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum að viðstöddum ráðherrum úr ríkisstjórn Íslands og embættismönnum. Í kjölfar athafnarinnar verður viðræðufundur forsetanna. Í kvöld bjóða forseti Íslands og forsetafrú til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum til heiðurs forseta Litháens.

Á morgun verða liðin tuttugu ár frá því að Íslendingar urðu fyrsti þjóða til að viðurkenna fullt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja.

Dr. Dalia Grybauskaitė flytur inngangserindi að hringborðsumræðum sem hefjast kl.13:20 á föstudag. Þá mun forsetinn opna sýningu í Norræna húsinu á föstudag sem helguð er minningu litháískra tónlistar- og myndlistarmannsins Mikalojus Konstantinas Čiurlionis.