Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað frávísunarkröfu KPMG vegna stefnu Sjóklæðagerðarinnar, 66 gráður norður, gegn félaginu. Sjóklæðagerðin 66 gráður norð­ ur stefndi KPMG vegna ráðgjafar um öfugan samruna sem gerður var árið 2006. Síðar komst ríkisskattstjóri að þeirri niðurstöðu að öfugi samruninn væri ólögmætur. Sjóklæðagerð­ in krefst þess að KPMG verði gert að greiða tæpar 215 millj­ ónir króna auk vaxta og dráttarvaxta og rúmar 45 milljónir auk vaxta og verðtryggingu, auk málskostnaðar í skaðabætur.

Viðskiptin fóru fram á tímabilinu 2005-2006 vegna samruna Sjóklæðagerðarinnar og félagsins 33 ehf. Í stefnunni segir að ráðgjöf KPMG hafi ekki leitt til hagræðingar heldur til tjóns fyrir stefnanda. Fram kemur í dómi Héraðsdóms að rétt þyki að ákvörðun málskostnaðar bíði efnisdóms.