Officium ráðgjöf er nýtt fyrirtæki á sviði vinnustaðamenningar. Það varð til þegar fyrirtækin Greining & lausnir og Heilbrigðir stjórnarhættir sameinuðust. Markmið Officium er að vera leiðandi fyrirtæki á sviði stjórnunar og vinnusálfræði með áherslu á að fyrirbyggja einelti á vinnustöðum. Eigendur fyrirtækisins eru þær Brynja Bragadóttir (PhD) og Hildur Jakobína Gísladóttir (MBA). Þær eru báðar sálfræðimenntaðar og markþjálfar og hafa lengi unnið við ráðgjöf.

„Það sem okkur er ofarlega í huga er einelti á vinnustöðum. Það er oft erfitt að taka á eineltismálum þegar þau hafa átt sér stað. Það sem okkur finnst mikilvægt er að hjálpa fyrirtækjum við að fyrirbyggja einelti og neikvæð samskipti á vinnustað,“ segir Brynja. Aðspurð segir hún ekkert annað fyrirtæki á Íslandi sérhæfa sig í þessum málum. Officium var stofnað á vormánuðum en að sögn Brynju mun starfsemin fara á fullt eftir verslunarmannahelgi.

Officium Logo
Officium Logo
© Aðsend mynd (AÐSEND)