Ari Skúla­son, hlut­hafi í Lands­bankanum og for­maður stjórnar Líf­eyris­sjóðs banka­manna, tók til máls á aðal­fundi Lands­bankans síðasta föstu­dag og gagn­rýndi stjórn­endur bankans harð­lega.

Ari sagðist telja þá hafa brotið skyldur sínar gagn­vart Líf­eyris­sjóði banka­manna með al­var­legum hætti og sagði hann það vera skyldu sína sem stjórnar­maður líf­eyris­sjóðsins að upp­lýsa um þetta á fundinum.

Hann vakti at­hygli fundar­manna á því að á síðustu mánuðum hafi stjórn­endur Lands­bankans leyft flutning fleiri tuga starfs­manna sinna úr Líf­eyris­sjóði banka­manna yfir í Ís­lenska líf­eyris­sjóðinn, sem rekinn er af bankanum „al­gjör­lega í trássi við sam­þykktir sjóðsins og víð­tækar venjur á ís­lenskum vinnu­markaði.”

Sam­kvæmt fundar­gerð bankans vísaði hann í 1. gr. starfs­kjara­stefnu bankans máli sínu til stuðnings en þar segir m. a. að traust ríki um stjórn og starf­semi bankans, að bankinn sé í for­ystu á sviði góðra stjórnar­hátta og sjálf­bærni og að hags­muna hans sé gætt í hví­vetna, sem á ekki síst við um orð­spor og trú­verðug­leika.

Óum­deilt að öllu starfs­fólki bankans væri beint í sjóðinn

Ari sagði að með þessu fram­ferði hafi stjórn­endur bankans ekki starfað í anda starfs­kjara­stefnunnar, þar sem þeir þver­brjóti sam­þykktir líf­eyris­sjóðsins og allar reglur, venjur og hefðir um líf­eyris­mál á ís­lenskum vinnu­markaði.

Lilja B. Einars­dóttir, banka­stjóri Lands­bankans, tók til máls á fundinum og á­réttaði að Lands­bankinn væri stofn­aðili að Líf­eyris­sjóði banka­manna og í sam­þykktum sjóðsins komi fram að bankinn skuli beina starfs­fólki sínu til líf­eyris­sjóðsins.

Lilja benti á að þessi mál hafi verið rædd frá árinu 2018 við líf­eyris­sjóðinn og líf­eyris­mál starfs­fólks séu mikil­vægt réttinda­mál fyrir starfs­fólk. Bankinn hafi hins vegar ekki að­gang að árs­fundi sjóðsins, en um þetta er fjallað í sam­þykktum sjóðsins.

Lilja sagði jafn­framt að það væri ó­um­deilt að öllu starfs­fólki bankans væri beint í sjóðinn, en fram­kvæmdin meðal annarra aðildar­fyrir­tækja Líf­eyris­sjóðs banka­manna sé aftur á móti mjög mis­jöfn.

Starfsmenn telja skylduaðildina lögbrot

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá árið 2022 hefur ó­á­nægja ríkt meðal hóps starfs­manna Lands­bankans um skyldu­aðild í Líf­eyris­sjóð banka­manna.

Meðal á­hyggju­efna starfs­manna voru fækkandi sjóð­fé­lagar og nei­kvæð trygginga­fræði­leg staða á árunum á undan. Því var einnig velt upp hvort skyldu­aðildin kynni að stangast á við lög.

Aðildar­fyrir­tæki að Líf­eyris­sjóði banka­manna sam­kvæmt sam­þykktum sjóðsins eru Lands­bankinn, Seðla­banki Ís­lands, Reikni­stofa bankanna, og Valitor, dóttur­fé­lag Arion banka.

Stór meiri­hluti lands­manna greiðir í líf­eyris­sjóði sam­kvæmt skyldu­aðild. Hins vegar er skyldu­aðild að Líf­eyris­sjóði banka­manna frá­brugðin öðrum til­fellum að því leyti að ekki er kveðið á um hana í kjara­samningum eða lögum heldur í ráðningar­samningum aðildar­fyrir­tækja.

Því geta starfs­menn annarra banka, þar á meðal Arion og Ís­lands­banka, með kjara­samning hjá Sam­tökum starfs­manna fjár­mála­fyrir­tækja (SSF) valið sér líf­eyris­sjóð. Um­ræddir starfs­menn Lands­bankans telja að þetta kunni að stangast á við lög um líf­eyris­sjóði.