Alls bárust tilboð að nafnvirði ISK 1.180 þúsund kr. á bilinu 3,82% - 4% í skuldabréfaútboði Lánasjóðs sveitafélaga (LSS) á skuldabréfaflokki LSS150224 sem fram fór fyrir helgi.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 740 milljóna króna á ávöxtunarkröfunni 3,87%.

Útistandandi fyrir voru 23,6 milljarðar króna en heildarstærð flokksins er nú rúmlega 24,3 milljarðar króna.