Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hefur bætt Apple á lista þeirra fyrirtækja sem er mælt með kaupum á hlutabréfum í. Apple mun að öllum líkindum hagnast vel á nýrri þriðju-kynslóðar útgáfu af iPhone, sem verður líklega kynntur til leiks í næsta mánuði. Sala á símanum er jafnframt talin munu aukast á næstu tveimur fjórðungum.

Markgengi bréfa Apple hefur jafnframt verið hækkað úr 185 dollurum í 220 dollara. Samkvæmt greiningu Goldman Sachs ætti Apple að geta aukið áskrifendafjölda sinn um fjóra af hundraði á þessu ári vegna hraðrar markaðssóknar á alþjóðlegum mörkuðum.

Apple hefur nýlega skrifað undir samninga við símafyrirtæki í Singapúr, Indlandi, Ástralíu og Filippseyjum um að koma iPhone í umferð.

Í greiningunni kom jafnframt sú skoðun fram að vöxtur Mac-tölvanna muni vera þrefaldur í samanburð við vöxt alls PC-markaðarins.