Þrátt fyrir 0,5% vaxtahækkun Seðlabankans nú eru raunvaxtastig hér með því lægsta sem þekkist á meðal þróaðri ríkja. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans, ársfjórðungsriti um efnahagsmál sem kom út samhliða vaxtaákvörðun bankans. enn lágt.

Fram kemur í Peningamálum að lágt raunvaxtastig hér hafi átt þátt í því að fjármálaleg skilyrði fyrirtækja og heimila hafi smám saman verið að lagast. Þá hafi verð á eignum hækkað, svo sem fasteignum, auk þess sem lækkun skulda í kjölfar endurskipulagningar og afskrifta á skuldum heimilanna í samræmi við gengislánadómai hafi bætt hag heimila landsins, vöxtur peningamagns í umferð glæðst og geta heimilanna til að auka útgjöld aukist.

Einkaneysla ásamt fjármunamyndum drifu hagvöxt áfram í fyrra og er gert ráð fyrir að þessir tveir liðir geri það áfram. Tekið er fram í Peningamálum að verðbólga og verðbólguvæntingar hafi aukist meira en raunvextir Seðlabankans.