Nýlega birtur ársreikningur Íslensku auglýsingastofunnar, fyrir rekstrarárið 2010, sýnir að hagnaður félagsins var 52 milljónir króna. Rekstrarhagnaður, hagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta, var 60,2 milljónir króna.  Árið 2009 var rekstrarhagnaðurinn hins vegar 22,7 milljónir króna og batnaði afkoman á milli áranna 2009 og 2010.

Rekstrartekjur á árinu 2010 námu tæplega 519 milljónum króna en voru 388 milljónir árið á undan. Er það 33,8% hækkun á milli ára. Rekstrargjöld námu 459 milljónum en voru 365 milljónir króna árið 2009. Hækkar rekstrarkostnaður um 25,6% milli ára.

Heildareignir auglýsingastofunnar samkvæmt ársreikningi í árslok 2010 voru 272 milljónir króna og heildarskuldir 149 milljónir. Eigið fé nam þá 122,8 milljónir króna.

8 Tindar ehf., sem var 100% dótturfélag Íslensku auglýsingastofunnar, var sameinað félaginu 1. janúar 2010.