Martin Feldstein
Martin Feldstein

Hagstjórn Evrópu stýrist af hugmyndafræði „Evrópuverkefnisins“ um pólitískan samruna, að sögn Dr. Martin Feldstein, prófessors í hagfræði við Harvard háskóla. Ritar hann grein um málið í tímarit Landsbankans, Hvert stefnir, sem kynntur verður á fundi á Hilton Nordica í dag. Hefst fundurinn klukkan níu.

Segir Feldstein að þetta markmið endurspegli áætlun Evrópusambandsins um gerð efnahagssáttmála sem myndi nánast stjórnarskrárbinda skuldbindingu aðildarríkja um að halda halla á fjárlögum innan eins konar ófrávíkjanlegra efri marka.

„Því miður er líklegt að sáttmálinn verði enn eitt dæmi um að litið sé fram hjá efnahagslegum raunveruleika til þess að stjórnmálamenn geti státað sig af því að hafa stigið enn eitt skref í áttina að „sífellt nánara sambandi“,“ segir m.a. í greininni.