*

laugardagur, 29. janúar 2022
Erlent 5. maí 2021 12:53

Hefja miðasölu í geimferðir

Blue Origin, geimflaugafyrirtæki ríkasta manns veraldar, Jeff Bezos, mun hefja sölu á geimferðarmiðum til almennings á morgun.

Ritstjórn
Jeff Bezos, forstjóri Amazon og ríkasti maður heims, er maðurinn á bakvið Blue Origin.
epa

Blue Origin, geimflaugafyrirtæki ríkasta manns veraldar, Jeff Bezos, mun hefja sölu á geimferðarmiðum um borð í New Shepard geimflauginna til almennings á morgun. Reuters greinir frá.

Reiknað er með að Blue Origin muni setja í loftið upplýsingar um hvernig skuli festa kaup á sæti um borð, tímalengd fyrsta flugsins og hvað einn farmiði muni koma til með að kosta. Hingað til hafa umræddar upplýsingar verið hernaðarleyndarmál sem hefur verið vel geymt innan raða fyrirtækisins.

Fyrir þremur árum greindi Reuters frá því að þeirra heimildir hermdu að hver farþegi þyrfti að greiða a.m.k. 200 þúsund dali fyrir farmiða.

Fyrrnefnd geimflaug Blue Origin, New Shepard, er hönnuð til þess að fljúga með sex farþega í yfir 100 km fjarlægð frá yfirborði jarðar. Fer geimflaugin nógu hátt til þess að farþegar upplifi þyngdarleysi og sjái boglínu jarðarinnar áður en geimflaugin svífur niður til jarðar með hjálp sérútbúinna fallhlýfa.

Stikkorð: Blue Origin geimferðir