„Ég fékk áfall. Ég hafði verið í í stanslausri vinnu og áreiti nærri því allan sólarhringinn í 25 ár. Allt í einu ýtti maður þessu frá og leyfði öðrum að taka við. Þetta var eins og að loka á eftir sér hurð. Ég sleit öll tengsl við Ísland, líka viðskiptatengsl,“ segir athafnakonan Helga Ólafsson.

Hún stofnaði Skífuna með fyrrverandi manni sínum, Jóni Ólafssyni, um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og voru þau búin að byggja upp stórveldi í afþreyingu þegar hún flutti með fjölskyldu sinni út til Bretlands árið 1998. Fimm árum síðar seldu þau Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleiri fjárfestum allar sínar eignir hér á landi.

Helga segir í samtali við Viðskiptablaðið viðskilnaðinn hafa tekið á sig og hún fengið fráhvarfseinkenni. Af þeim sökum hafi hún ekki farið út í viðskipti strax.

Helga fjárfesti ekki hér á landi á ný í næstum tíu ár. Í fyrra keypti hún 25% hlut í Confirmed News, sem á og rekur Spyr.is og er hún stjórnarformaður fyrirtækisins. Helga viðurkennir að það hafi verið stórt skref að stíga aftur inn í íslenskt viðskiptalíf. Hún er með nokkur önnur verkefni í bígerð sem tengjast Íslandi á einn eða annan hátt.

Ítarlega er rætt við Helgu í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á meðal efnis í blaðinu er:

  • Auglýsingastofur skoða mál gegn ríkinu vegna Inspired by Iceland
  • Fengu bónusgreiðslu vegna Helguvíkur
  • Salan á Heklu á lokametrunum
  • Já hættir að nota 118
  • Lífeyrissjóðir eignast stóran hlut í Reitum
  • Spá fyrir um hagvöxt með nýrri aðferð
  • Vilja rukka inn í landið
  • Seðlabankinn gagnrýnir aðgerðaáætlun stjórnarinnar
  • Viðskiptablaðið kíkir inn á nýjustu bari borgarinnar
  • Hvernig er ísinn í ísbúðinni Valdísi?
  • Nærmynd af Þóri Haukssyni, framkvæmdastjóra Burðaráss
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni skrifar um ímyndaða óvini ríkisins
  • Óðinn skrifar um lágkolvetnakúrinn sem allir eru að tala um
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar, lífið eftir vinnu, og margt, margt fleira