Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, fjallaði í dag um sögu tölufyrirtækisins en í dag var þriðja erindið í fyrirlestraröðinni Fyrirtæki verður til haldið á vegum Háskóla Íslands.

Tölvufyrirtækið CCP var stofnað árið 1997 og árið 2003 var EVE Online gefinn út. Hilmar fjallaði um þær hindranir sem fyrirtækið hefur rekist á í gegnum tíðina og þennan hraða vöxt fyrirtækisins.

Í lokin fjallaði Hilmar um framtíðina í tölvuleikjagerð. Hann kynnti í stuttu máli DUST 514 sem kom út í prufuútgáfu fyrir stuttu síðan en einnig er unnið að nýjum tölvuleik, World of Darkness.

VB Sjónvarp spurði Hilmar Veigar hver munurinn væri á því að gefa út leik árið 2013 miðað við árið 2003.