Hluta­bréfa­verð fjar­skipta­fyrir­tækisins Nova hækkaði um rúm 3% í við­skipum dagsins í um 315 milljón króna veltu.

Gengi Sýnar hækkaði einnig um 3% í við­skiptum dagsins í um 45 milljón króna við­skiptum.

Mesta veltan var með bréf Arion Banka en gengið hreyfðist lítið í 1,1 milljarðs króna við­skiptum.

Hluta­bréf líf­tækni­lyfja­fram­leiðandans Al­vot­ech hækkaði um tæp 2% og nálgast gengið 2.000 krónurnar að nýju eftir tölu­verða lækkun síðustu vikur. Hátt í 500 milljón króna velta var með bréf fé­lagsins og var dagsloka­gengið 1.920 krónur.

Al­vot­ech sendi frá sér Kaup­hallar­til­kynningu fyrir opnun markaða þar sem fé­lagið greindi frá já­kvæðum niður­stöðum klínískra rann­sókna á AVT05, fyrir­hugaðri líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Simponi og Simponi Aria (go­limu­mab).

„Um­sóknir um markaðs­leyfi fyrir AVT05 á stórum al­þjóð­legum mörkuðum verða lagðar inn síðar á árinu,” sagði Róbert Wess­mann for­stjóri Al­vot­ech í til­kynningunni.

Úr­vals­vísi­talan OMXI 15 hækkaði um 0,17% og var heildar­velta á markaði 4,2 milljarðar.