*

fimmtudagur, 28. maí 2020
Innlent 1. apríl 2020 15:41

Hollenskt félag kaupir Rentmate

Íslenska sprotafyrirtækið, sem hjálpar erlendum skiptinemum að finna leiguhúsnæði, hefur verið selt til HousingAnywhere.

Ritstjórn
Stofnendur Rentmate eru þeir Eyþór Logi Þorsteinsson, Sigurður Davíð Stefánsson, Jóhann Ívar Björnsson og Óli Pétur Friðþjófsson.

Íslenska sprotafyrirtækið Rentmate, sem hjálpar erlendum skiptinemum að finna leiguhúsnæði hér á landi, hefur verið selt til hollenska félagsins HousingAnywhere. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hollenska félaginu, en félagið heldur uppi vefsíðu sem aðstoðar fólk við að finna leiguíbúðir víða um heim. 

Í tilkynningunni segir að með kaupunum á Retmate sé HousingAnywhere að styrkja stöðu sína enn frekar á evrópska markaðnum. Þar segir jafnframt að félagið stefni á að verða stærsti evrópski leiguvettvangur á netinu (e. online rental platform).

„Við erum mjög ánægðir með að afhenda Rentmate til fyrirtækis sem við treystum til að halda áfram að veita leigusölum og leigutökum hjálparhönd. Við höfum byggt Rentmate frá grunni og ávallt einblínt á að veita viðskiptavinum góða þjónustu. Við erum fullvissir um að viðskiptavinir okkar séu í góðum höndum hjá HousingAnywhere,“ segir Eyþór Logi Þorsteinsson, einn stofnenda Rentmate, í tilkynningunni.

Stikkorð: leiga Rentmate HousingAnywhere