Evan Spiegel, eigandi Snapchat, hyggst reka hundruði manns til að bregðast við verðbólgunni og mikilli samkeppni á samfélagsmiðlamarkaði. Þetta kemur fram í grein hjá The Times.

Félagið ætlar að fækka starfsfólki um rúmlega 1.200 manns, en í dag starfa um 6.400 manns fyrir samfélagsmiðilinn. Snapchat tapaði 422 milljónum dala, eða sem nemur 58 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Tilkynnti félagið þá að það ætlaði að draga verulega úr nýráðningum til að bregðast við stöðunni. Nú er ljóst að félagið ætlar að gera gott betur og losa sig við 20% af starfsfólkinu.

Sjá einnig: Hlutabréf Snapchat hríðlækka

Hlutabréfaverð Snapchat hefur lækkað um 78,5% frá áramótum. Í uppgjöri félagsins fyrir annan ársfjórðung, sem birt var í lok júlí, kom fram að tekjuvöxtur félagsins hafi ekki verið minni frá því að það var skráð á markað árið 2017.