Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka, segir verð­bólgu­tölur morgunsins léttar eftir „brokk­gengar mælingar“ síðustu mánuði.

Líkt og Við­skipta­blaðið greindi frá í morgun hækkaði vísi­tala neyslu­verðs um 0,55% milli mánaða og mældist verð­bólga 6,0% á árs­grund­velli.

Mun það vera ör­lítið meiri lækkun á árs­grund­velli en spár gerðu ráð fyrir en greiningar­deild Lands­bankans og greiningar­deild Ís­lands­banka spáðu því að VNV myndi hækka um 0,61% milli mánaða og verð­bólga færi úr 6,8% í 6,1%.

Sam­kvæmt Hag­stofunni hækkaði kostnaður vegna bú­setu í eigin hús­næði (reiknuð húsa­leiga) um 1,7% og hafði 0,32% á­hrif á vísi­töluna.

„Verð­bólgan ekki minni frá árs­byrjun 2022. Þar skiptir líka máli að verð­bólga er að hjaðna á alla undir­liggjandi mæli­kvarða. Hús­næðis­liður (1,7% mán. hækkun) er þó enn ó­þægur ljár í þúfu,” skrifar Jón Bjarki á X í morgun.