Viðskiptablaðið hafði samband við nokkra einstaklinga í mismunandi greinum, spurði þá hvernig þeim fannst árið og hvað þeir vilja sjá á nýju ári.

Daníel Svavarsson forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans
Daníel Svavarsson forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.

Hvernig var árið?

Árið var gott miðað við undanfarin tvö ár. Það sér fyrir endann á samdrættinum í efnahagslífinu og dregið hefur úr atvinnuleysi.

Hvað var vel gert?

Skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs í dollurum í sumar var talsvert afrek og sæmilegur árangur hefur náðst í ríkisfjármálunum. Mikill vaxtarbroddur í ferðaþjónustu á Íslandi.

Hvað var slæmt?

Áætlun um afnám gjaldeyrishaftanna hefur gengið seint og illa og Seðlabankanum hefur ekki tekist nægilega vel að hafa bönd á verðbólgunni. Þróunin í ríkisfjármálunum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum veldur verulegum áhyggjum og gæti haft umtalsverð neikvæð áhrif hérlendis.

Hvað viltu sjá á nýju ári?

Lága og stöðuga verðbólgu, minna atvinnuleysi, aukna bjartsýni og meiri fjárfestingar...

Fleiri ummæli má sjá í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins sem kom út á milli jóla- og nýárs.