*

þriðjudagur, 21. september 2021
Innlent 25. september 2020 11:30

ÍMARK fjallar um markaðsmál í faraldri

Bein útsending hefst nú af fundi Samtaka markaðsfólks á Íslandi um áskoranir á tímum heimsfaraldurs í breyttu landslagi.

Ritstjórn
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir er framkvæmdastjóri ÍMARK.
Aðsend mynd

Fyrsti fundur ÍMARK í vetur verður sýndur í beinu streymi á facebooksíðu ÍMARK í dag. Fundurinn hefst kl.11:30 og stendur til 12:30. Gestir fundarins eru Edda Hermannsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir og Helga Árnadóttir.

ÍMARK samtök markaðsfólks á Íslandi stendur fyrir umræðufundi um markaðsmál á tímum heimsfaraldurs í dag sem hefst kl.11:30. Þóra Hrund Guðbrandsdóttir framkvæmdastjóri ÍMARK segir heimsfaraldurinn sem nú stendur yfir hafa reynst mikil prófraun fyrir markaðsfólk á Íslandi sem og í heiminum öllum.

„ÍMARK vill leggja sitt af mörkum til að draga lærdóm síðustu mánaða og með hvaða leiðum fyrirtæki og stofnanir geti lagað sig að gjörbreyttu landslagi,“ segir Þóra Hrund um fyrsta fund samtakanna á þessum vetri.

„Við höfum fengið í lið með okkur frábæra einstaklinga sem allir hafa ólíka reynslu og sögu að segja frá hvernig þau og þeirra fyrirtæki hafa verið að bregðast við þeim áskorunum sem þau hafa staðið frammi fyrir og ekki síður hvort að koma megi auga á ný tækifæri á þessum óvenjulegu tímum.“