Írsk stjórnvöld hafa tvívegis á jafn mörgum dögum þurft að neita orðrómi um neyðaraðstoð frá ESB.;

Blaðafulltrúi írsku stjórnarinnar neitaði aðspurður nú í kvöld að viðræður hefðu staðið yfir við ESB um neyðaraðstoð. Þetta kemur fram á vef Telegraph.

Fréttir hafa birst í mörgum fjölmiðlum í dag og kvöld, að viðræður standi yfir um aðstoð frá ESB. Viðskiptablaðið greindi frá þessu í morgun en Reuters fréttastofan hafði það eftir heimildarmanni. Einnig telur BBC fréttastofan sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þessu. Hefur verið talið að slík aðstoð yrði á bilinu 60-80 milljarðar evra eða 9-12 þúsund milljarðar króna.