Fjórir fjárfestingarsjóðir í eigu sjóðastýringarfyrirtækisins GAMMA hefur keypt 140 íbúðir í Reykjavík fyrir fjóra milljarða króna frá síðasta ári. Íbúðirnar eru flestar í Vesturbænum, miðborginni, Norðurmýrinni og í Hlíðunum. Sjóðir GAMMA leigja út íbúðirnar sem hann kaupir og horfir fimm ár fram í tímann.

Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAMMA, segir í samtali við helgarútgáfu DV í dag, að sjóðurinn hafi trú á fasteignamarkaðnum og búist við því að verðið muni hækka. Blaðið fjallar ítarlega um fasteignaviðskipti GAMMA í blaðinu.

„Ég er mikill miðbæjarmaður“

„VIð hefðum ekki farið út í þetta nema af því við töldum að markaðurinn væri hagstætt verðlagður. Ég hef mikla trú á fasteignamarkaðnnum. En þetta er aðallega hugsað sem öflugt leigufélag. Við höfum verið á þeirri skoðun að leiguverð hafi verið lágt á Íslandi þannig að það hefur ekki borgað sig fyrir eigendur íbúða að leigja þær út. Leiguverð hefur verið að þokast upp.Ég hef mikla trú á miðbænum, ég er mikill miðbæjarmaður, og við töldum að það væri gott að fókusera á hann,“ segir Gísli.

Gísli segir sömuleiðis í samtali við blaðið ekki telja að uppkaup á fasteignum í stórum stíl geti haft bólumyndandi áhrif á fasteignamarkaðinn.