KB banki hefur ákveðið að lækka fasta vexti sína á KB íbúðalánum í 4,15% frá og með deginum í dag. Samhliða þessari vaxalækkun verður gerð sú breyting á skilmálum þegar tekið er 100% lán að fjármögnunartími 20% lánsfjárhæðarinnar verður að hámarki 15 ár. Önnur ákvæði skilmála KB íbúðarlána eru óbreytt.

Markmið bankans er að vera leiðandi afl á íbúðalánamarkaði og er framangreind breyting vaxta KB íbúðalána í samræmi við þann ásetning bankans að ryðja nýjungum í íslenskri bankaþjónustu braut og standa vörð um forystuhlutverk sitt á því sviði.