Skrifað hefur verið undir samning á milli LOB ehf. í Borgarnesi og skiptastjóra að þrotabúi Loftorku Borgarnesi um kaup á rekstri, tækjum, búnaði og birgðum félagsins.

LOB ehf. er nýstofnað félag  m.a. af nokkrum fyrrum starfsmönnum Loftorku ásamt upphaflega stofnandanum, sem selt hafði hlut sinn í félaginu fyrir nokkrum árum, og syni hans.

Í frétt á heimasíðu félagsins er tekið fram að hjá LOB ehf. munu viðskiptavinir fá sömu þjónustu og framleisluvörur og áður voru í boði hjá Loftorku Borgarnesi.

Nú þegar hafa 45 starfsmenn byrjað störf hjá nýja félaginu.