Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Viðskiptablaðið að það sé „full djúpt í árinni tekið,“ að segja að flokkurinn hyggist leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að Samfylkingin boði tillögu um ESB-viðræður, eins og fjallað var um í DV .

Hann segir þó að þau muni skoða það með einhverjum hætti hvernig málið komist á dagskrá. „Í fimm flokka viðræðunum var samhljómur um það að virða það loforð sem að flestir stjórnmálaflokkar höfðu gefið þjóðinni að skera úr um þetta,“ segir Logi.

Þó hafi flokkurinn ekki ákveðið með hvaða hætti eða formi það verði. „Málið kemst á dagskrá, en með þeim hætti sem við teljum að þjóni málinu best, og þegar það þjónar því best,“ segir hann að lokum.