Netöryggisfyrirtækið Defend Iceland, ásamt Rannís, Háskólanum í Reykjavík og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS), hélt á dögunum hádegisfund í Grósku þar sem sjónum verður beint að forvirkum netöryggisráðstöfunum.

Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Á fundinum fjallaði Jacky Mallett, dósent við tölvunarfræðideild HR, um netglæpahópinn Akira, sem ber ábyrgð á fjölda alvarlegra árása á Íslandi undanfarið og nú síðast árásinni á Háskólann í Reykjavík.

Fundurinn var vel sóttur.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Í erindinu fór Jacky meðal annars yfir skipulagða glæpastarfsemi netárásarhópa, hvaðan þeir koma og til hvaða aðgerða fyrirtæki geti gripið svo þau lendi ekki í klóm árásarhópa.

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar, sölu- og markaðsmála hjá Defend Iceland.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þá ræddi Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, aðgerðir Seðlabanka Íslands til að tryggja fjármálastöðugleika í umhverfi þar sem netárásum fjölgar hratt.

Jacky Mallett, lektor í tölvunarfræði við HR.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Guðmundur Karl Karlsson hjá Íslandsbanka deildi reynslu bankans af notkun forvirkra öryggisráðstafana, ásamt því fjallaði hann um örugga forritun og mikilvægi þess að stjórnendur fyrirtækja taki netöryggi alvarlega.

Guðmundur Karl Karlsson, hugbúnaðarverkfræðingur hjá Íslandsbanka.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fundarstjóri var Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar, sölu- og markaðsmála hjá Defend Iceland.