Óhætt er að segja að árið 2016 hafi verið viðburðaríkt og komu hrafnarnir Huginn og Muninn víða við. Hér er listi yfir þá pistla hrafnanna sem voru mest lesnir á árinu sem er að líða. Þetta eru þó sæti 6 til 10 á listanum - svo hægt er að bíða spennt eftir efstu fimm sætunum á listanum.

10) Ragnar Þór í Sósíalistaflokkinn?

Í dag stendur VR fyrir „virð­ingu“ og „réttlæti“. Ragnar Þór hefur hvorki sýnt sögu félagsins virðingu né heldur forvera sínum í starfi.

9) Vandar Agli ekki kveðjunnar

Hrafnarnir taka undir með Páli að ekki sé ofsögum sagt að veröldin lítur öðruvísi út séð úr 101 Reykjavík en frá öðrum sjónarhólum.

8) Björn Leví kann á fjölmiðla

Það er alltaf fréttnæmt þegar kjörinn þingmaður hvetur til afsagnar forsætisráðherra.

7) Fjölskyldudrama í Viðskiptaráði

Mun nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs svara gagnrýni tengdamóður sinnar, sem er stjórnarformaður Malbikunarstöðvarinnar Höfða?

6) Birgitta stefnir á ráðherrastól

Enginn skal ímynda sér að Birgitta Jónsdóttir sé hætt í stjórnmálum. Hún er þegar búin að tala við Katrínu um framhaldið.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.