© Hörður Kristjánsson (VB MYND/ HKR)
Innanríkisráðherra hefur skipað nefnd til að meta hvaða áhrif niðurskurður fjárveitinga hafi haft á starfsemi þjóðkirkjunnar og hverjar yrðu afleiðingarnar ef haldið yrði áfram á þeirri braut. Nefndin kom saman til síns fyrsta fundar 4. ágúst og mun skila áliti til ráðherra fyrir 1.maí 2012.

Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi ráðherra, er formaður nefndar án tilnefningar. Aðrir í nefnd eru Oddur Einarsson, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu, Sr. Gísli Jónasson, prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis eystra og var hann tilnefndur af kirkjuráði og Sr. Halldóra Þorvarðardóttir, prófastur Suðurprófastsdæmis sem einnig var tilnefnd af kirkjuráði.