Notendur skrifstofuvöndulsins Lotus Symphony eru nú orðinir 140 þúsund og fer ört fjölgandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja, umboðsaðila IBM hér á landi.

Lotus Symphony er heiti yfir ókeypis hugbúnaðarvöndul sem býr meðal annars yfir textaritli, töflureikni og fleiri forritum.

Í tilkynningunni kemur fram að IBM Lotus Symphony var upphaflega ýtt úr vör árið 1984, þá fyrir DOS stýrikerfi. IBM ákvað svo árið 2007 að gefa vöndulinn út án endurgjalds.

„Það má því segja að Lotus Symphony hafi gengið í gegnum endurnýjun lífdaga því í dag byggir hún á opnum stöðlum eins og OpenOffice,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir jafnframt í tilkynningunni:

„Lotus Symphony, sem meðal annars fylgir nýjustu útgáfu Lotus Notes, hefur verið valinn sá skrifstofuhugbúnaður sem stuðlar að mestu framleiðni starfsfólks að mati lesenda Datamation tímaritsins.

Lotus Symphony sló meðal annars við Microsoft Office, OpenOffice 2.3.1 og ThinkFree Office.“