Gamalt hús í Brákarey í Borgarnesi hefur öðlast nýtt líf sem veislusalur en hið svokallaða Grímshús var upprunalega byggt árið 1942 sem áhaldageymsla og skrifstofa fyrir samvinnufélagið Grímur. Það félag var stofnað árið 1933 en eftir að félagið varð gjaldþrota tæpum áratug seinna var húsið nýtt til vinnslu á sauðahausum þar til það brann árið 1976.

Eftir aldamót stóð til að rífa húsið en nokkrir Borgnesingar sættu sig ekki við þau áform og stofnuðu Grímshúsfélagið. Félagið var meðal annars sett saman af áhugamönnum um útgerðina í Borgarnesi sem gáfu út bókina Víst þeir sóttu sjóinn árið 2011.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði