Verð á Brent norðursjávarolíufatinu hefur lækkað nær stöðugt frá 7. ágúst, segir greiningardeild Glitnis. Þá var verð á fatinu um 78,6 dollarar og er nú um 58,6 dollarar á fatið. Lækkunin nemur um 25%.

?OPEC olíuríkin hafa samþykkt að draga úr framleiðslu en talsverðar efasemdir eru um að ríkin hafi nú þegar hrint því í framkvæmd. Um þessar mundir eru verðráðssamtökin að velta fyrir sér frekari samdrætti á framleiðslu en óvíst er hvort það nái fram að ganga því mjög freistandi er að framleiða og selja olíu á núverandi verðum.

Á komandi áratugum má gera ráð fyrir verulegri aukningu á eftirspurn eftir olíu vegna framþróunar á Indlandi og í Kína. Evrópusambandið situr nú við samningaborðið með Rússum þar sem markmiðið er að gera langtímasamninga um olíu og gas. Þannig stefnir Evrópusambandið að því að tryggja sér nægar orkubyrgðir næsta áratuginn,? segir greiningardeildin.