Össur Skarphéðinsson segir í Morgunblaðinu í morgun að ekki verður hjá því komist að utanríkisráðuneytið fari í nákvæmlega samskonar upplýsingaherferð gagnvart ríkisstjórnum annarra landa eins og síðast. Óformlega hafi verið rætt við utanríkisráðuneyti Hollendinga og Breta í gær eftir að forseti Íslands synjaði Icesave lögunum staðfestingar.

„Við munum draga öll skip á flot og senda alla sem vettlingi geta valdið á allra næstu dögum til að skýra þetta.," segir Össur við Morgunblaðið. Hann telur víst að menn haldi að sér höndum og skoði málin næstu daga. „Þetta var niðurstaða sem örugglega kemur mörgum á óvart, enda margir sem ekki skilja þetta ákvæði í stjórnarskrá okkar."