Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að Seðlabankinn verði fenginn til að gera áhættumat vegna ríkisábyrgðar á Icesave-samningi og veita stjórnvöldum umsögn. Það hafi Seðlabankinn gert síðast þegar Icesave samningur kom til kasta Alþingis.

Það sem hann viti um þennan nýja Icesave-samning sé að hann sé miklu hagstæðari. Sé mið tekið af síðasta áhættumati sé hægt að færa áhættuna niður í samræmi við það.