Útgáfufélag DV skulda tæpar 11 milljónir króna í opinber gjöld þrátt fyrir hlutafé hafi verið aukið um 55 milljónir króna fyrr á árinu. Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV, segir í samtali við Morgunblaðið skuldina verða greidda upp síðar í þessum mánuði í kjölfar 10 milljóna króna viðbótar hlutafjáraukningar félagsins.

Í Morgunblaðinu í dag er bent á að DV tapaði 65 milljónum króna í fyrra samanborið við 83 milljónir króna árið 2011 og hafi eigið fé verið neikvætt um í kringum 15 milljónir króna í lok síðasta ári. Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2013 hafi hlutafé verið aukið um 55 milljónir króna. Féð var nýtt til uppgreiðslu skammtímaskulda og fóru þær úr 159 milljónum króna í 105 milljónir auk þess sem gripið var til hagræðingar.

Þá var hugbúnaður útgáfufélagsins sem tengist vefnum dv.is og keyptur var árið 2010 endurmetinn til hækkunar upp á 39,7 milljónir króna í fyrra.