Olíu­fyrir­tækið Shell hefur á­kveðið að draga úr um­hverfis- og losunar­á­ætlun sinni fyrir næsta ára­tug til að halda olíu­fram­leiðslunni stöðugri og sækja fram í fram­leiðslu á fljótandi gasi.

Olíu­risinn stefndi að því að minnka kol­efnislosun sína um 20% fyrir árið 2030 miðað við losun fé­lagsins árið 2016. Fé­lagið birti nýja losunar­á­ætlun á dögunum þar sem mark­miðið er nú 15-20%.

Breytingin mun veita fyrir­tækinu meiri svig­rúm til að halda fram­leiðslunni stöðugri á næstu árum.

Wael Sawan for­stjóri Shell segir í yfir­lýsingu sem við­skipta­blað The Guar­dian greinir frá, að það skiptir miklu máli fyrir fram­tíðina að Shell haldi á­fram að skapa örugga og ó­dýra orku­gjafa á meðan enn er unnið að hreinni orku fram­tíðarinnar.

„Milljarðar jarðar­búa þurfa á orku að halda til að lifa af og hundruð milljónir hafa ekki nægan að­gang að orku. Orka er mikil­væg fyrir okkur öll,“ segir Sawan.

Sawan tók við for­stjóra­starfinu fyrr á þessu ári en hann hefur stuðað Græningja víðs­vegar um síðan þá. Ör­fáum mánuðum eftir hann tók við stöðunni um­sneri hann á­ætlunum Shell um að minnka olíu­fram­leiðslu um 1-2% á ári.