Deilur Ís­lenska kalk­þörunga­fé­lagsins við skatta­yfir­völd, sem hófust með fyrir­spurn skattsins um milli­verð­lagningu fé­lagsins árið 2020 en endaði með 2,4 milljarða endur­á­kvörðun, er nú í höndum dóm­stóla.

Hafi skatt­yfir­völd betur þar, segir Hall­dór Hall­dórs­son for­stjóri að það marki enda­lok fé­lagsins en endur­á­kvörðunin er meiri en velta fé­lagsins.

„Dramatískasta svarið við þessu, ef við töpum öllu, er svo­leiðis að sagan er skrifuð af sigur­vegurunum. Ef við töpum þessu öllu þá verður ríkið sigur­vegarinn vegna þess að það virðist vera ein­beittur vilji ríkisins að koma þessu máli svona á­fram og þá mun ríkið standa yfir líkinu á Ís­lenska kalk­þörunga­fé­laginu,“ segir Hall­dór í sam­tali við Við­skipta­blaðið.

Hall­dór var meðal ræðu­manna á Skatta­degi Deloitte, Við­skipta­ráðs og Sam­taka at­vinnu­lífsins í síðustu viku en hann hóf ræðu sína á því að varpa upp mynd af Bíldu­dal fyrir gesti.

„Hér sjáið þið Bíldu­dal. Fal­legt kyrr­látt þorp við Arnar­fjörð. Í kringum árið 2000 var þann enn kyrr­látara enn í dag. Það var nánast ekkert um að vera, kvótinn var farinn, rækju­verk­smiðjan var stopp, togarinn var farinn, þorpið var í dauða­teygjunum,“ sagði Hall­dór.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði