Gjaldeyrishöftin valda því að ekki er gott að fá erlenda sérfræðinga til landsins, að sögn Jón Sigurðssonar, forstjóra Össurar. Hann sagði í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 á RÚV í dag að þegar gjaldeyrishöft hafi verið sett á síðla árs 2008 hafi hann vonað að þau yrðu til skamms tíma. Nú spilli þau fyrir á margan hátt, setji skorður við fjármagnsflæði og standi í vegi fyrir fjárfestingu hér.

Jón sagði jafnframt ekki gott að skilja hvernig menn ætli að komast út úr höftunum.